23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

12. mál, gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli

Þorleifur Guðmundsson:

Það er að eins til þess að lýsa yfir því, að jeg lít ekki algerlega eins á þetta mál og hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.), sökum þess, að mjer virtist eftir því sem hann taldi, að það væri fremur þægilegt fyrir bankann, að seðlarnir væru gerðir óinnleysanlegir, því þá gæti hann notið þeirra lengur. En þó svo sje, finst mjer sjálfsagt að banna útflutning á gulli, og er þá sjálfsagður óinnleysanlegleiki, sem nú stendur, þó lítið sje til af því fyrirliggjandi í landinu. Og engu síður þó að kæmi til þess, að það þyrfti að taka til gullsins til að kaupa vörur fyrir, þá er að sjálfsögðu enn þá meiri nauðsyn til að stöðva útflutning á því. Jeg veit ekki, hvað gullið er mikið, því fjárhagsnefndin fjekk mjög óljósar upplýsingar um það, enda lá það ekki fyrir henni að rannsaka það. Jeg álít því, að það geti ekki breytt skoðun neins manns á því, að nauðsynlegt sje að stöðva útflutning gullsins, að það sje svo lítið, heldur þvert á móti enn þá meiri ástæða til þess.