21.02.1920
Neðri deild: 9. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í B-deild Alþingistíðinda. (353)

14. mál, stimpilgjald

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Af því að það hefir komið fram brtt., á þgskj. 50, sem nefndin hefir ekki haft tíma til að bera sig saman um, vildi jeg óska þess, í samráði við háttv. flm. þessarar brtt. (P. O.), að ekki yrðu umr. um frv. nú, heldur verði þær geymdar til 3. umr., og mun nefndin fyrir þann tíma taka þessa brtt. til athugunar. Það er svo háttað um þetta mál að það er ekkert á hættu, þótt frestað sje umr. um það til 3. umr. og brtt. tekin aftur þangað til.