24.02.1920
Neðri deild: 11. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (375)

14. mál, stimpilgjald

Pjetur Jónsson:

Hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) ljet þá skoðun í ljós, að þeir, sem ættu að taka við stjórninni, mundu ekki verða móti frv. Og vjek hann þeim orðum að mjer. Nú hefir viljað svo til, að jeg hefi látið þá skoðun í ljós, að jeg mundi ekki fylgja frv. Og því mun jeg, af eðlilegum ástæðum, ekki greiða atkvæði með nje mót. Jeg vil ekki sýna hæstv. fjármálaherra vantraust mitt fyrir frumvarp þetta, síst þar sem samverkamaður minn er því fylgjandi. Vona jeg, að hæstv. forseti taki þessar ástæður gildar.