24.02.1920
Neðri deild: 11. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (383)

14. mál, stimpilgjald

Þórarinn Jónsson:

Háttv. þm. V.-Ísf. (Ó. P.) var að tala um, að það væri að eins aðferðin, sem menn greindi á um. Jeg get nú ekki skilið, að miklu þyki skifta, hvort tekjuaukinn er tekinn með stimpilgjaldi eða á einhvern annan hátt. Og má jeg þá spyrja hv. þm. (Ó. P.), hvort það sje ekki algerlega sama hækkun, þegar farið er að hækka hina einstöku flokka í vörutollslögunum?

Sami hv. þm. (Ó. P.) gat um, að það væri hlægilegt, að um leið og þetta frv. kæmi fram væri stjórninni heimilað að banna innflutning á sumum þessum vörum. En þetta er alls ekki hlægilegt, því að óvíst er, hvort stjórnin notar heimildina.