25.02.1920
Efri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

14. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil leyfa mjer að mælast til þess við hv. deild, að hún leyfi frv. þessu að ganga umræðulaust til fjárhagsnefndar. Þessi beiðni mín styðst við það, að stjórnarskifti eru nú fyrir dyrum. Jeg veit ekki, hve nær hið nýja ráðuneyti tekur við, en jeg vildi óska, að hinn nýi fjármálaráðherra mætti vera viðstaddur, er mál þetta yrði rætt hjer í deildinni, því jeg heyrði það í hv. Nd, að hann er málinu mjög fylgjandi.