23.02.1920
Efri deild: 8. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 284 í B-deild Alþingistíðinda. (401)

45. mál, bann á flutningi varnings sem sýkingarhætta getur stafað af

Forsætisráðherra (J. M.):

Bráðabirgðalög þau, sem hjer er um að ræða, voru sett eftir till. landlæknis, þar sem nauðsyn var talin á því að banna innflutning á því, sem nefnt er í 1. gr. frv. Sjerstaklega var talin hætta á því að fluttur yrði til landsins notaður hermannafatnaður, en það hafa sjaldan reynst sjerleg happakaup að kaupa notaðan útlendan fatnað, að öðru leyti.

Bráðabirgðalögin voru sett ex tuto, því það þótti vafi á því, hvort stjórnin hefði annars heimild til slíks banns. Virðist einnig rjett að hafa lögin áfram, þó stjórnin muni annars ætíð telja sjer skylt að banna slíkt í hverju einstöku tilfelli.

Jeg vil þó geta þess, að rjettara mun að setja sektarákvæði í lögin, og athugar væntanleg nefnd það vonandi, því með því skilorði, að málið komi svo að segja jafnharðan frá nefnd aftur, tel jeg rjettast, að málið sje athugað þannig.

Legg jeg til, að málið verði falið allsherjarnefnd.