23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í B-deild Alþingistíðinda. (486)

29. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Sveinn Ólafsson:

Jeg er hlyntur hugmyndinni, sem liggur til grundvallar fyrir frv. þessu. En mjer er ekki ljóst, hvernig þetta verður framkvæmt, og síst ef sjerstök nefnd á að ákveða, hvað þarf á hverjum stað. Jeg held, að frv. sje ekki sem heppilegast orðað. Jeg hygg, að ágreiningur geti orðið um það, hvað sje nauðsynjavara, eða að minsta kosti er þar opin leið til ágreinings. Jeg held, að hyggilegra væri að orða þetta svo, að takmarka skuli eða banna innflutning á þeirri vöru, sem stjórnin teldi nauðsynlegt að takmarka eða banna innflutning á. En jeg hygg, að þetta verði svo erfitt, að ekki komi að neinu gagni. Innflutningsnefnd hjer í Reykjavík mundi verða sú miðstöð, sem þetta gengi gegnum. En jeg held, að fólk úti um land sje búið að finna smjörþefinn af slíkum innflutningsnefndum og óski ekki eftir framhald af því tægi. Úr því á að skipa þessum málum með aðstoð sjerstakrar nefndar, treysti jeg mjer ekki til að fylgja frv.