25.02.1920
Neðri deild: 13. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

44. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Frsm. (Einar Þorgilsson):

Nefndin var á eitt sátt um að fella þetta atriði úr lögunum, af því að hún sá enga ástæðu til að hafa slíka undanþágu í þeim framvegis, mest vegna þess, að hún vildi gera öllum, innlendum sem útlendum. jafnt undir höfði, og fann hún, að með því að láta þetta ákvæði standa mundi misrjetti beitt. Jeg er kann ske dálítið kunnugur því, hvernig þessum lögum hefir verið hlýtt, og þá ekki síst af innlendum mönnum. Nefndin var á einu máli um að fella þetta atriði í burtu af þessari greindu ástæðu, og meðfram af því, að það er ástæða til að ætla, að einmitt þessi undanþága geti leitt til þess, að brot sjeu framin. Það getur oft staðið svo á, að sökudólgurinn sje einmitt nýbúinn að draga inn vörpuna á því svæði, sem hann finst, eða sje í þann veginn að kasta henni, en þeim er sem sje hægt að forsvana gerðir sínar með því, að þeim sje leyft að hafa alt undirbúið. íslenskum botnvörpungum er mjög svo hægt, eins og öðrum, að hafa vörpu sína frá leysta og net sín í búlka. Sem sagt, þetta atriði er til einskis gagns í lögunum og á úr þeim að fara.