10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (60)

Kosning til efri deildar

Gísli Sveinsson:

Jeg hafði leyft mjer að afhenda forseta B-listann, með þeim tveim mönnum á, sem nú eru rjett kjörnir til Ed., Birni Kristjánssyni og Sveini Ólafssyni. Jeg afhendi lista þennan fyrir hönd utanflokka-bandalags þess, sem hjer er nú á þingi, af því að vjer lítum svo á, að hjer væri um allmikinn ójöfnuð að ræða. Við utanflokksmenn vildum koma ofurlitlum jöfnuði á milli deildanna. Það er hins vegar ekkert aðalatriði fyrir mjer, hver maðurinn er. En jeg læt forseta um það, hvort hægt er að skifta um menn.