25.02.1920
Efri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

28. mál, Kjarni og Hamrar undir lögsagnarumdæmi Akureyrar

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Nefndinni, sem hafði mál þetta til meðferðar, virtist ósamræmi milli 1. og 4. gr. frv., þar sem í annari er ákveðið, að lögin gangi í gildi 6. júní 1920, en í hinni ekki fyr en viðkomandi sýslunefnd hefir lagt á það samþykki sitt. Brtt. fer nú í þá átt að kippa þessu í lag, þannig að ákvæði 4. gr. kemur inn í 1. gr., og koma lögin því ekki í gildi fyr en sýslunefndin hefir fallist á þau, og verði það ekki fyrir næsta þing, verður málið að bíða þess tíma og takast þá upp á ný.

Að öðru leyti get jeg vísað til málsskjalanna og ræðu hv. flm. (E. Árna.) við 1. umr.