26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í B-deild Alþingistíðinda. (634)

28. mál, Kjarni og Hamrar undir lögsagnarumdæmi Akureyrar

Flm. (Einar Árnason):

Hvað því viðvíkur, að málið sje fengið sýslunefnd til athugunar áður en lög eru sett um það, skal jeg geta þess, að jeg hefi borið þetta frv. undir lögfræðing, og hefir hann ekkert fundið athugavert við þessa tilhögun á málinu. Annars er jeg ekki á móti því, að frv. sje vísað til nefndar, ef trygging er fyrir því, að hún afgreiði það svo fljótt, að það dagi ekki uppi í þinginu. Verði málið sett í nefnd, mun jeg að sjálfsögðu láta hana fá samning þann, sem frv. er bygt á, til athugunar.