26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í B-deild Alþingistíðinda. (654)

34. mál, notkun bifreiða

Pjetur Þórðarson:

Jeg ætla að leyfa mjer að mælast til þess, að þessu máli verði hraðað svo, að það gangi í gegn óbreytt á þessu þingi. Ástæðan er sú, að jeg þekki þess nokkur dæmi, að fullorðnir menn, sem fengið hafa ökuskírteini, eru ekki eins færir um að stýra bifreiðum eins og t. d. synir þeirra, sem ekki eru búnir að ná fullum aldri. Af þessari ástæðu er frv. fram komið, og sje jeg ekkert á móti því, að þessi undanþága sje leyfð. Jeg vil mælast til þess við hæstv. forseta, að hann sjái um. að málinu verði fram haldið með þeim hraða, að það verði útkljáð á þessu þingi.