19.02.1920
Neðri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í B-deild Alþingistíðinda. (665)

22. mál, útborgun á launum presta

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg ætla ekki að fara út í sjálft málið. Jeg vildi að eins gefa þær upplýsingar, að biskup hefir verið að athuga þetta og talað um, að þessu þyrfti að breyta. Jeg býst við, að til þess þurfi lagabreytingu. Frá ríkisins hálfu getur ekkert verið því til fyrirstöðu; því má vera sama, hvort laun presta eru greidd eins og hjer er farið fram á eða eins og nú er gert. Jeg get ekki um það sagt, hvort fjármáladeildin treystir sjer til að gera þetta án lagabreytingar, en það mun verða athugað.