27.02.1920
Neðri deild: 16. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er að eins til að svara hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.), að jeg stend hjer upp.

Hann hjelt því fram, að ef brjefið frá hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) hefði legið fyrir, þá hefði úrskurður stjórnarráðsins orðið á annan veg. En jeg veit, að svo hefði ekki orðið, og hefi þegar skýrt frá því.

Annars ber ekki á milli hvað lögskýringuna snertir, því hann heldur því alls ekki fram, að hún sje röng. (Sv. B.: Misskilningur). Nei, en það er misskilningur hjá hv. þm. (Sv. B.), hvað hann metur oftnefnt brjef mikils.

Viðvíkjandi 30 stunda takmarkinu vil jeg benda á það, að sje sú tala ekki tekin, þá má líka taka hverja aðra sem vill, því enginn annar stundafjöldi er nefndur í kennaralögunum, og þá alveg eins t. d. 2 stundir á viku.