27.02.1920
Neðri deild: 16. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Það má nærri undarlegt heita, að hjer eru langar umræður um till., sem verða teknar aftur og altaf hefir átt að taka aftur

En viðvíkjandi því, sem háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) sagði, þá verð jeg að játa, að jeg skildi ekki vel, hvað hann var að fara, þegar hann var að minnast á fyrirvara fjárveitinganefndar.

Jeg skildi atkvæðagreiðslu fjárveitinganefndar þannig, að vægast talað væri mjög vafasamt, hvort nokkur nefndarmaður greiddi atkvæði þessum 60 þús., ef hitt væri felt. Jeg fyrir mitt leyti mun þá ekki greiða þeim atkvæði.

Jeg skil ekki þá röksemdafærslu, að brtt. á þgskj. 152 sje sönnun fyrir því, að ekki sje um skilyrði frá nefndinni að ræða. Það, að við komum með okkar skilyrði prentað sem brtt., á að vera sönnun fyrir því, að það sje ekki skilyrði! Skilji nú aðrir en jeg þankagang hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.). (Sv. Ó.: Ef það var skilyrði, þá átti aftan við till. að standa: „ella ekki“). Einmitt það! Jeg vil þá biðja háttv. þm. að taka við fjárlagafrv., að bera fram brtt. við einhvern lið, og ætla alls ekki að greiða eftir því, sem lærdómsríku fyrir framtíðina, að ef þeir einhvern tíma ætla sjer, t. d. þeim lið atkvæði, nema þeirra eigin brtt. verði samþykt, þá eiga þeir samkvæmt kenningu hv. 1. þm. S.-M. (Sv. O) að setja aftan við tillöguna orðin: „ella ekki!“

Já, takið eftir því!!

Skal jeg svo ekki deila frekar um þetta, sem er nú orðið að eins orðaleikur, en vænti, að hv. deild samþykki brtt. fjárveitinganefndar.