28.02.1920
Efri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (726)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Fjármálaráðherra (M. G.):

Mjer virðast báðir liðir till. svo samanhangandi, að ekki sje gott að skilja þá að. Ef b-liðurinn er feldur burtu, kemur það sama til greina í a-lið, og ef a er feldur burtu, segir líkt í b. Aðalatriðið er, að ef till. er samþ., verður þeim kennurum gert jafnhátt undir höfði um aldurshækkun, hvort sem þeir hafa kent 2 eða 3 eða 30 stundir á viku, og hvar sem þeir hafa kent og hvernig sem þeir hafa reynst. En þetta væri harla einkennilegt rjettlæti. Báðir liðirnir eiga því að falla, því að þeir bæta ekki úr agnúum laganna um laun barnakennara, heldur fjölga þeim.