28.02.1920
Efri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (727)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Halldór Steinsson:

Mjer skildist á hæstv. forsætisráðherra (J. M.), að jeg hefði rangfært orð hans. Jeg sagði, að hann hefði haldið því fram, að hann legði ekkert kapp á, að fjárveitingin til sendiherrans yrði samþykt, og hlýtur hann að kannast við, að það er rjett haft eftir honum.

Háttv. 1. landsk. varaþm. (S. F.) vildi halda því fram, að sparast hefði af fje því, sem ætlað var í fjárlögum til strandferða. En þetta er misskilningur. Leigan á „Suðurlandi“ hefir orðið miklu hærri en gert var ráð fyrir, enda segir það sig sjálft, að ekki hefði þurft nú á þessu aukaþingi að heimila stjórninni 80 þús. kr. fjárveitingu í viðbót til strandferða, ef sú fjárhæð, sem áætluð var í fjárlögunum, hefði ekki öll verið notuð.