19.02.1920
Sameinað þing: 4. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. kjörbrjefanefndar (Gísli Sveinsson):

Kjörbrjefanefndin hefir ekki haft tök á að koma saman á fund til að rannsaka plögg þessarar kosningar. En af því að svo sjerstaklega stendur á, að að eins einn hefir verið í kjöri, og sýnilegt er, að ekkert er að athuga við kjörbrjefið, vil jeg, ef enginn meðnefndarmanna andmælir því, leggja til fyrir hönd nefndarinnar, að kosningin verði tekin gild.

Um leið og jeg óska hinn nýkjörna fulltrúa Reykjavíkur velkominn, skal jeg geta þess, að hvorki jeg nje nefndin hefir tekið afstöðu til þess, hvort hinn nýkjörni þm. skuli teljast fyrri eða síðari þm. Reykv. Mönnum er kunnugt um, að sá þm., sem hefir setið hjer og nú situr fyrir Reykjavík, komst inn sem fyrri þm., en kosning 2. þm. varð ógild dæmd. En við endurtekna kosning varð sá þm. einn í kjöri og því sjálfkjörinn.

Um þetta atriði gerir nefndin enga tillögu, og verður hv. Alþingi að ráða fram úr því.