28.02.1920
Sameinað þing: 6. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (832)

58. mál, endurskoðun kosningalaganna og kjördæmaskipun

Flm. (Eiríkur Einarsson):

Örstutt athugasemd. Mjer er kunnugt um, og það segir sig sjálft, að óánægja á sjer stað víðs vegar um landið út af því, hvernig kjördæmaskipun og kosningalögum er komið fyrir, og frá Árnesingum er mjer það sjerstaklega ljóst af þingmálafundum þar, og er það fyrirkomulag, sem nú er, þeim hvað óhagstæðast.