28.02.1920
Sameinað þing: 6. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

58. mál, endurskoðun kosningalaganna og kjördæmaskipun

Bjarni Jónsson:

Jeg vil geta þess, að breyting á kjördæmaskipuninni getur aldrei orðið nema á litlum hluta landsins, því engum dettur í hug, að henni verði breytt svo mikið, að heil kjördæmi falli niður. Annars býst jeg við, að jeg verði á móti því, er þar að kemur. En það, sem jeg sjerstaklega vildi biðja stjórnina að athuga, er endurbætur á kosningalögunum. Þykir mjer vænt um að geta falið henni þetta velferðarmál þjóðarinnar um leið og jeg heilsa hinni nýju stjórn.