28.02.1920
Efri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í C-deild Alþingistíðinda. (864)

48. mál, laun embættismanna

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Jeg leyfi mjer fyrir hönd fjárveitinganefndar að minnast á frv. Hins vegar vildi jeg geta þess, að nefndin hefir haft lítinn tíma til að athuga það, en gert það eftir föngum. Hjer er aðallega að ræða um póstmenn, og utan Reykjavíkur, um hvernig skuli skilja launalögin. Það veltur á því, hvort telja eigi starfsmann eftir nýju lögunum, eða hvort hann skuli telja frá því, er þeir tóku að starfa sem póstmenn. Nöfnum hefir verið breytt; þeir er áður voru póstafgreiðslumenn verða nú póstfulltrúar. Viðvíkjandi afstöðu nefndarinnar í málinu er það að segja, að þar sem nefndinni vanst ekki tími til þess að gera nefndarálit, þá er alt óbundið hvað atkvæðagreiðslu snertir. Við höfðum ekki tækifæri að ræða það svo lengi, að við kæmumst að niðurstöðu. Jeg fyrir mitt leyti mun greiða frv. atkv. mitt.