26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í C-deild Alþingistíðinda. (879)

15. mál, biskupskosning

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg hefi gert grein fyrir því áður, eins og sjá má líka af nál., að nefndin hefir orðið ásátt um, að þetta mál yrði ekki afgreitt nú.

Hjer er um nýmæli að ræða, og því gott, að það fái sem bestan undirbúning, enda engin ástæða til þess að hraða því.

Nefndin hefir enga sjerstaka afstöðu tekið til málsins, en leggur til, að það sje lagt fyrir hjeraðsfundi og synodus, sem undirbúi það svo fyrir næsta þing.

Jeg skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta, en vænti þess fastlega, að stjórnin taki þetta mál til rækilegrar athugunar.

Einn nefndarmannanna skrifaði undir álitið með fyrirvara, — vildi jafnvel helst engan biskup hafa, en að öðru leyti voru nefndarmenn á einu máli um að láta málið sæta þessum úrslitum, sem til er lagt.