28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

Þinglausnir

forseti:

Háttvirtu þingbræður! Vjer höfum nú lokið störfum vorum í þetta sinn. Það er víst, að þetta þing mun lengi í minnum haft. Nú eru liðin rjett 990 ár síðan þetta land fekk fyrst stjórnskipunarlög og var gert fullvalda ríki. Síðan hefir margt gerst, sem ekki skal rifjað upp nú. En á þessu þingi hefir verið lögð síðasta hönd á það verk, að semja nýja fullveldisskrá. Vil jeg því biðja yður að standa upp og óska henni langs aldurs. En yður öllum óska jeg góðrar heimkomu og að vjer megum aftur heilir hittast.