28.02.1920
Neðri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (927)

57. mál, peningamálanefnd

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg vil undirstrika það, sem jeg tók fram í byrjun þessa máls. Jeg hefi sjeð símskeyti, sem gefur fylstu ástæðu til að ætla, að vjer ráðum ekki yfir því fje voru, sem vjer eigum erlendis, nema stjórnin gefi þar sjerstök meðmæli með, eða þar til kjörin nefnd. Og þar sem bankastjórnir beggja bankanna eru með því, að skipuð verði nefnd til þess að annast framkvæmdir málsins, þá er gersamlega ástæðulaust af deildinni að standa í móti því, að stjórnin fái heimild til að skipa þessa nefnd. Ef hægt væri að koma þessu fyrir á annan hátt, mundi stjórnin ekki skipa sjerstaka nefnd.