28.02.1920
Neðri deild: 19. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í C-deild Alþingistíðinda. (934)

57. mál, peningamálanefnd

Forsætisráðherra (J. M.):

Það hefir mikið til síns máls, er háttv. þm. Borgf. (P. O.) færir sem ástæðu fyrir dagskrártill. sinni, að þingtíminn sje orðinn svo stuttur.

Jeg get vel gert mig ánægðan með dagskrártill. og undirtektir þær, sem frv. hefir fengið, og tel heimilt stjórninni samkvæmt því að setja bráðabirgðalög slík sem frv., ef ástæða þykir og bankarnir ráða til þess. Auðvitað tekur stjórnin þá á sig ábyrgðina í meira mæli, en jeg fyrir mitt leyti óttast ekki þá ábyrgð.