26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í C-deild Alþingistíðinda. (950)

53. mál, fótboltaferð um Austfirði

Jón Auðunn Jónsson:

Það var út af orðum hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.), að mjer fanst kenna þar nokkurs misskilnings á styrknum til Ísafjarðarbátsins. Það eru tvær og það veigamiklar ástæður, sem eru og voru færðar fyrir þeirri styrkveitingu.

Önnur var sú, að þeim bát eru ætlaðar fastar póstferðir, og er það þó má ske ekkert sjerstakt fyrir þennan bát. En þær falla þó niður, ef þessi bátur heldur þeim ekki uppi. Hin ástæðan var sú, að hjer er styrkur fyrir, sem að eins er of lítill, og einnig bátur, sem fengist til að taka að sjer ferðirnar, ef bætt yrði við styrkinn.