26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (951)

53. mál, fótboltaferð um Austfirði

Magnús Pjetursson:

Jeg vildi að eins gera stutta athugasemd. Hjer álít jeg að sje komið í óefni mikið. Það er ekki efnilegt, að þingm. skuli vera að hlaupa heim af þingi með strandferðirnar í hinni mestu óreiðu, og það er ekki heldur efnilegt að kasta t. d. fjárveitingu í einn eða fleiri báta, án þess að samgönguþörf alls landsins sje um leið athuguð. Jeg held þess vegna, að ekki sjeu nema tvær leiðir til í þessu máli. Önnur leiðin er sú, sem hæstv. atvinnumálaráðherra (P. J.) benti á. Hin leiðin er að taka upp til athugunar bátafyrirkomulag undanfarinna ára. En væri sú leið tekin, mundi það kosta mikinn tíma, ef ætti að ganga frá öllu í góðu samræmi. Ætti að samþ. þessa fjárveitingu, hlyti það að leiða til þess, að samþ. yrðu fjárveitingar til fleiri báta. En hins vegar er mikil þörf á að koma þessu í sæmilegt horf. Finst mjer tillögumönnunum ekkert rangt gert til, enda er það ekki tilætlun mín, þótt þeir fái ekki styrkinn á þennan hátt, ef bætt verður úr á þann hátt, sem hæstv. atvinnumálaráðherra (P. J.) lagði til.

Að svo komnu vil jeg samt ekki beint greiða atkv. á móti þessu, en legg til, að málinu verði vísað til samgöngumálanefndar.