14.02.1920
Neðri deild: 4. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í C-deild Alþingistíðinda. (993)

2. mál, vatnalög

Þórarinn Jónsson:

Eins og kunnugt er, er nú mikil hreyfing uppi meðal þm. um að hafa þetta þing mjög stutt. Eigi nú að taka fyrir þessi mál, lengja þau þingið að minsta kosti um mánuð, og þar sem þingið kostar um 3 þús. kr. á dag, mundi þetta verða um 90 þús. kr. kostnaðarauki, og með slíku ætla jeg ekki að greiða atkv.