11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

28. mál, bifreiðaskattur

Forseti (B. Sv.):

Mjer hefir borist svohljóðandi rökstudd dagskrá frá háttv. 4. þm. Reykv. (M. J.):

„Með því að upplýsingar þær, sem miðað er við, þegar ákveðin var upphæð skattsins í frv. um bifreiðaskatt, eru mjög ófullkomnar og jafnvel villandi, telur deildin ekki fœrt að ráða þessu máli til lykta nú, en tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“

Nú hafa umr. staðið alllengi, og ýmislegt það fram komið, er til upplýsinga mætti verða máli þessu, en stuttur tími til þess að átta sig á slíku. (Margir þm.: Nei, nei!). Því virðist mjer rjett að skjóta því til hv. frsm. meiri hl. (Þorl. G.), hvort það sje ósk hans, að málið sje tekið af dagskrá. (Þorl. G.: Nei, alls ekki). Þá spyr jeg hv. frsm. minni hl. (Jak. M.), hvort það sje ósk hans, að málið sje tekið af dagskrá. (Jak. M. : Já!).