18.02.1921
Efri deild: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

20. mál, afstaða foreldra til skilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki sagt það sama um þetta frv. sem hin tvö náskyldu frv., sem jeg hefi nýlega um rætt, að það sje sjerlega áríðandi að það komist í höfn á þessu þingi. En nái hin frv. fram að ganga nú, sem jeg ekki efa, og þá verði fengin heimildarlög um þau skyldu efni, þá þykir mjer sennilegt, að rjett sje að fá heildarlög um það efni, sem þetta frv. ræðir um, og að mörgu er hliðstætt hinum, enda býst jeg ekki við, að það þurfi að taka mikinn tíma fyrir hið háa Alþingi að láta það fylgjast með hinum. Og svo má minna á það, að Alþingi hefir krafist þessa frv.

Frv. þetta nær að eins til foreldra og hjónabandsbarna, er foreldri eru hvorki skilin að borð og sæng nje að lögum, en þegar svo stendur á, að foreldri eru skilin, eru ákvæði um afstöðu þeirra og barna þeirra að finna í frv. um hjúskap.

Í þessu frv. er safnað saman í eina heild skráðum og óskráðum ákvæðum, lagaákvæðum og ákvæðum, sem fylgt hefir verið í framkvæmd, bætt við nokkrum nýmælum og hin eldri gerð fyllri. Er hjer höfð til fyrirmyndar, eins og í hinum tveimur frv., ný lagasetning á Norðurlöndum.

Mjer þykir eigi þörf á að benda sjerstaklega á nýmæli þessa frv. Það mætti má ske nefna sjerstaklega 24. og 25. gr. frv.

Að öðru leyti hirði jeg ekki að orðlengja um þetta mál.