06.04.1921
Neðri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

3. mál, fasteignaskattur

Pjetur Ottesen:

Aðeins örstutt athugasemd. Vildi benda á það, að örðugleikarnir á því að ná tekjum handa sýslusjóðunum fara sívaxandi, eftir því, sem ríkið gengur lengra í því að skattleggja almenning. Og það verður vel að athugast, að ríkið mylki ekki svo alla tekjustofna, að ekkert verði eftir handa sýslu- eða bæjarfjelögunum.