04.05.1921
Efri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í B-deild Alþingistíðinda. (1093)

3. mál, fasteignaskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Mjer þykir leitt að þurfa að leggja á móti brtt. á þskj. 480, því að þær eru að mestu í samræmi við stjórnarfrv. En jeg sje ekki annað, en verði þær samþ., verði það aðeins til þess að flækja málinu á milli deilda, eftir atkvæðagreiðslunum í Nd.

En brtt. á þskj. 479 tel jeg mjög til bóta, því að hún er í samræmi við það, sem jeg hjelt fram við 2. umr. þessa máls hjer.