11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í B-deild Alþingistíðinda. (1107)

3. mál, fasteignaskattur

Þórarinn Jónsson:

Það hefir litla þýðingu að þrátta við hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) i. En til þess að gera mín orð skiljanlegri, þá skal jeg nefna tölur þær, sem maðurinn nefndi fyrir okkur. Hann sagði, að það væri 16 kr. skattur á eigninni hjer, en ca. 34 kr. á jarðeigninni fyrir austan. Jeg býst við, að allir sjái, að 34 eru helmingi hærri en 16. (Jak. M.: Hv. þm. snýr bara við tölunum.).