28.02.1921
Neðri deild: 10. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

43. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Þess er ekki þörf frá nefndarinnar hálfu að ræða þetta mál mikið. Eins og sjest á nál., álítur nefndin, eftir atvikum, rjett að lögfesta þetta skipulag um sendiherra, úr því á annað borð hefir verið gengið inn á þá braut að veita fje til þessa og skipa mann í stöðuna, þótt nefndin sje hinsvegar ekki sammála um nauðsyn embættisins í sjálfu sjer. Svo mun einnig hafa verið áður um mikinn þorra landsmanna, að þeir hafa ekki komið auga á þessa nauðsyn, en þó mun það allmjög hafa dregið úr óhug ýmissa manna, að valið á manninum í embættið þykir hafa tekist betur en margir gerðu ráð fyrir. Að öðru leyti er málið svo einfalt, að ekki virðist þurfa að fjölyrða um það.