30.04.1921
Neðri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1290 í B-deild Alþingistíðinda. (1238)

41. mál, fjárlög 1922

Jón Auðunn Jónsson:

Út af því, sem sagt hefir yerið um brtt. þá, sem jeg stend að um Þór, vil jeg enn einu sinni taka það fram, að það er síður en svo, að jeg vilji ekki unna því fyrirtæki alls góðs. En menn verða að sníða sjer stakk eftir vexti. Og það mun vera svo um fleiri en mig, að þeim þyki fjárframlagið of hátt, samanborið við fjárhaginn yfirleitt, en vilji hins vegar ekki fella það alveg. Og einmitt þess vegna er brtt. fram komin. En verði hún feld, neyðist jeg til að vera á móti fjárframlaginu. Minna má einnig á það, að styrkja má skipið á ýmsan annan hátt, gagnlegri fjelaginu, og máske án beins taps fyrir ríkissjóð, t. d. með því að leigja skipið, ef svo bæri undir, svo sem jeg hefi áður bent á.