14.05.1921
Neðri deild: 70. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1302)

41. mál, fjárlög 1922

Björn Hallsson:

Jeg á hjer brtt. um fjárveitingu til Hróarstunguvegarins. Jeg hefi í lengstu lög viljað komast hjá því að koma með þessa brtt., fjárhagsins vegna yfirleitt; bjóst enda við því, að það yrði árangurslítið. En þegar jeg sje nú, að allir hinir vegirnir eru komnir inn, þykir mjer ekki rjett, að þessi eini vegur verði útundan. Jeg vil þá fyrst geta þess, að á þskj. 598 er prentvilla, rómv. II í stað III. Þá vil jeg leyfa mjer að vekja athygli á því, að hjer er í rauninni aðeins um endurveitingu að ræða, þótt jeg vissi ekki um það sjálfur, þegar jeg ljet prenta brtt. Frá fyrra ári eru sem sje eftir 121/2 þúsund, eða alls eru þetta um 22500 kr., og verður þetta líklega ekki notað í ár, nema eitthvað lítilsháttar til viðhalds. Vegamálastjóri hefir líka lagt til við stjórnina, að til þessa vegar yrðu veittar 20 þús. kr., en jeg fer aðeins fram á 15 þús. kr., og verða því samt eftir 28 þús. kr. af því, sem áður var veitt til þessa vegar, til viðhalds í ár. Vona jeg svo, að hv. deild samþ. þessa brtt., en vil ekki lengja umræður að öðru leyti, með því að tala um brtt. annara, þótt nóg sje efnið, en mun sýna afstöðu mína við atkvgr.