14.05.1921
Neðri deild: 70. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (1314)

41. mál, fjárlög 1922

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil aðeins halda fast við það, að ágreiningur er í háttv. nefnd um þetta atriði, og hafa þeir báðir, háttv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.) og háttv. 1. þm. Árn. (E. E.) tjáð sig hafa þann skilning, sem jeg hefi lagt í till. Æsingin í háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) er hlægileg. Það er sannarlega ekki undarlegt, þótt jeg bendi á hinn mismunandi skilning, sem nefndin sjálf leggur í sína eigin till., og vilji fá hið sanna fram. Þessi aðferð háttv. þm. er góður mælikvarði á sanngirni (!!) hans, en það má hann vita, að hann fær engu um þokað með því að reyna að traðka sannleikanum og neita staðreyndum. Jeg endurtek áskorun mína til nefndarinnar um skýring á till., og komi hún ekki, er það af því að þessi þm. hefir gefið ranga skýrslu.