07.05.1921
Neðri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1483 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

7. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) hefir tekið af mjer ómakið með að svara háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.). En það skal jeg taka fram á ný, að Reykjavíkurbær muni ekki verða neyddur til neinnar samvinnu við landið um tekjuskattinn; en jeg hjelt, að bærinn vildi það. Ef bærinn vill halda sinni niðurjöfnunarnefnd, fær hann það að sjálfsögðu.

Viðvíkjandi mun á samvinnu- og hlutafjelögum er það að segja, að arði hlutafjelaga er varið samkvæmt ákvörðun hluthafafundar, en arður samvinnufjelaga skiftist milli fjelagsmanna, og geta þeir fengið sjer dæmdan sinn hlut. Á þessum fjelögum er því mikill munur, einnig að ýmsu öðru leyti, sem óþarfi er að taka fram, því að öllum háttv. þm. mun hann í raun og veru kunnur.