18.05.1921
Efri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

7. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigurður Jónsson:

Ef þetta frv. hefði komið fram nokkrum vikum fyr, þá hefðu áreiðanlega orðið allmiklar umr. um það. En sökum þess, hvað tíminn er nú orðinn naumur, þá er vart annað við það að gera en fella það eða samþ., því að tíminn er enginn til að ræða breytingar á því. Það er annars skoðun mín, að aðeins eigi að breyta slíkum tekjustofnum með almennum lögum, en ekki eftir geðþótta hvers þings í fjárlögum. Mjer virðist líka umr. bera þess vitni, að þetta mál verði tekið upp aftur að stuttum tíma liðnum.

Jeg vænti þess svo, að háttv. Ed. fallist á þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á því í háttv. Nd., svo að það þurfi ekki að ganga til Sþ.