19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1502 í B-deild Alþingistíðinda. (1388)

7. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Steinsson:

Hæstv. fjrh. (M. G.) mælti á móti brtt. af þeirri ástæðu, að ef hún yrði samþykt, þá væri ekki hægt að gera nauðsynlegan undirbúning málinu til framkvæmda. En það er einmitt það, sem jeg vil. Það er meining mín, að málið komi ekki til framkvæmda fyrir næsta þing, en í þess stað framlengja þau tekjuskattslög, sem við höfum.