10.05.1921
Efri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1513 í B-deild Alþingistíðinda. (1410)

11. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (M. G.). Jeg veit ekki vel, hvað háttv. þm. (K. E.) á við. (K. E.:

Útflutningsgjaldið). Jeg held, að það sje ekki gott að sameina þessi tvö frv. því að útflutningsgjaldið er aðeins til bráðabirgða og getur fallið niður strax næsta ár. Það á heldur ekki við samkvæmt eðli sínu og sætti mótspyrnu í Nd. að hafa útflutningsgjaldið með stimpilgjaldinu. Það er líka sparnaður að taka ekki útflutningsgjaldið með stimpilgjaldinu, því að þá losnar ríkissjóður við að greiða 2% í innheimtulaun.