18.05.1921
Efri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1520 í B-deild Alþingistíðinda. (1417)

11. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (M. G.):

Aðeins fáein orð. Það, sem háttv. frsm. (S. E.) sagði um sparisjóðsbækurnar, á ekki við börnin, því að vanalega er þeim gefin sparisjóðsbókin upphaflega, og það kemur því ekki til þeirra kasta að kaupa bækurnar. Fullorðna fólkið gerir það fyrir þau.

Prófskírteinin á að stimpla, til þess að reyna á þann hátt að fá eitt sandkorn upp í miljónirnar, sem fara til skólanna og ætla algerlega að sliga okkur.