12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

43. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Frsm. (Sigurður Eggerz):

Jeg hefi ekki meira að segja fyrir hönd nefndarinnar en það, sem tekið er fram í nefndarálitinu. Þetta mál átti að mæta nokkrum andróðri í þinginu í fyrra, en, sem betur fer, hefir það haft góðan byr nú, og verð jeg að láta í ljós ánægju mína yfir því, og vona, að það gangi heilu og höldnu gegn um háttv. deild. Jeg hefi gert það sem jeg hefi getað, til að bera þetta mál fram til sigurs, og jeg vona líka, að reynslan sýni það, að hjer hafi verið um nauðsynjamál að ræða.

Að svo mæltu skal jeg ekki fara fleiri orðum um málið að sinni, en vænti þess, að því verði vísað til 3. umræðu.