17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (1463)

45. mál, Sogsfossarnir

Gunnar Sigurðsson:

Mjer hefir aldrei dottið annað í hug en að greiða atkvæði á móti frv. þessu, því jeg tel það sjálfsagt, að stjórninni beri skylda til að sjá um framkvæmd allra nauðsynlegra rannsókna viðvíkjandi virkjun Sogsfossanna sem fyrst og sem rækilegast. Þetta mál er mjög aðkallandi, ekki aðeins vegna sveitanna austur frá, sem bíða eftir betri samgöngum við höfuðstað ríksins, heldur nær og þetta til landsins yfir höfuð, að það sjáist, að víðar megi vatnsvirkjun upp taka heldur en við Sogið, þó sjálfsagt sje að byrja þar vegna allrar aðstöðu.

Vitanlega ber jeg ekki traust til stjórnarinnar, eins og kunnugt er, en vænti þó úr því henni er falið að hafa rannsókn þessa með höndum, að hún láti hendur standa fram úr ermum, og gæti þá farið svo, að jeg fyrirgæfi henni fyrir mitt leyti margar syndir, drýgðar og ódrýgðar.