17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1566 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

45. mál, Sogsfossarnir

Jakob Möller:

Jeg þarf ekki að andmæla neinu, sem fram hefir komið, fyrir nefndarinnar hönd. Jeg hefi ekki tekið eftir, að neitt það hafi verið sagt, sem nefndin er ekki sammála um. Þó skal jeg taka það fram, að í nefndinni hefir ekkert verið minst á það, hverjir skyldu fengnir til þess að framkvæma rannsóknina. Aðeins hefir verið gengið út frá því, að hún yrði sem fullkomnust og óhlutdræg. En þó finst mjer, að fossafjelagið Ísland geti ekki komið til mála.

Um ríkis- eða einstaklingavirkjun hefir nefndin heldur ekki tekið neina afstöðu. Jeg verð að taka í sama strenginn og aðrir þeir, sem telja að brtt. háttv. samþingismanns míns (J. B.) dragi úr tryggingum frv., og tel því rjettara að þær verði ekki samþyktar.