07.04.1921
Efri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1578 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

1. mál, hlutafélög

Björn Kristjánsson:

Jeg ætlaði að tala um 4. gr., en felst nú á að hafa hana eins og hún er.

Þá vil jeg víkja að 4. brtt. nefndarinnar, sem er við 31. gr. frumvarpsins. Jeg er að vísu ánægður með hana, en kann illa við, hvar hún er skeytt inn í. Mjer finst hún eiga að koma inn á eftir orðunum: „Afl atkvæða ræður á hlutafjelagsfundum, nema öðruvísi sje kveðið á í samþyktum“, en á undan orðunum: „Samþykki allra“ o. s. frv. —

Jeg mun svo greiða atkvæði með 4. gr. óbreyttri. En hinsvegar lít jeg svo á, að það eigi að gera mönnum sem ljettast fyrir að komast hjá persónuábyrgðinni og undir hlutafjelagsverndina.