13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

1. mál, hlutafélög

Frsm. (Einar Þorgilsson):

Háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) taldi það óviðeigandi, að hluthafi, sem ætti t. d. 4/5 í hlutafjelagi, mætti ekki fara með nema 1/5 hluta atkvæða. Honum bæri ríkari rjettur til atkvæðaumráða. En það var einmitt þetta, sem ákvæði frv. átti að fyrirbyggja. Einum manni er ekki bannað að eiga meira en 1/5 hluta í fjelaginu, en honum er bannað að ráða yfir meiru. Lögin vilja ekki að einn maður öðlist það ríki, að hann geti bolað öðrum burtu með atkvæðaofríki. Var þetta einnig álit allshn., og er hún sama sinnis enn.