19.02.1921
Neðri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

16. mál, sala á hrossum

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg get ekki gefið neinar upplýsingar um framtíðina, enda er ekki kominn tími til þess enn þá. Stjórnin vildi líka vita, hvað Alþingi legði til málanna. því að það hefir úrskurðarvaldið í þessu efni, sem öðru. og henni þótti þessvegna ekki rjett að gefa neinum kaupanda undir fótinn, meðan alt var óráðið. En jeg get getið þess, að sennilega er hægt að komast að samningum við þann, sem keypti hrossin í Englandi, og jeg hef heyrt það sagt, að sá, sem keypti hrossin í Danmörku, sje ánægður með kaupin. enda þótt hann eigi enn þá eitthvað talsvert óselt af hrossunum.