20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

1. mál, hlutafélög

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg skal forðast að lengja umræðurnar. Út af fjarstæðu þeirri, sem háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) kvaðst hafa eftir merkum lögfræðingi, þá skal jeg geta þess, að jeg legg ekki mikið upp úr því, einkum úr því hann vildi ekki gera manninum þá hneisu, að nefna nafn hans. Annað var það, að hann sagði, að enginn vissi úr hvaða lögum þetta ákvæði væri tekið. En jeg get nú frætt hann á því. Það er tekið úr þeim almennu lögum um hlutafjelög, sem samþykt voru fyrir 8–10 árum í Svíþjóð. Mjer virðist, að hjer sje ekki nema um tvent að gera, annað hvort að samþykkja frv. óbreytt eða fella það.