20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1630 í B-deild Alþingistíðinda. (1541)

1. mál, hlutafélög

Frsm. (Einar Þorgilsson):

Jeg vil ekki lengja þessar umræður meira en langlokur og athugasemdir háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) hafa þegar gert, allra síst þegar þess er gætt, hve litlu ljósi hans mörgu orð hafa varpað yfir þetta þýðingarmikla mál. Jeg hefi áður lýst afstöðu minni til þessa máls svo skýrt, að þar getur ekki verið um að villast, og hefi í engu vikið frá því, og er atkvæði mitt þar auðvitað alveg óháð afstöðu hæstv. stjórnar til málsins, enda þótt frumvarpið sje stjórnarfrumvarp, og háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) hafi fundið ástæðu til þess að slá fram þeirri fjarstæðu hjer, þegar hann hafði ekki annað til að segja. Þetta er ekki fyrsta fjarstæðan, sem hann heldur hjer fram, en þar sem hann er dauður, verður það líklega sú síðasta í þessu máli, svo að jeg get þess vegna sparað mjer að fjölyrða um það frekar.